• Ben_gron_fuglar

Three manuscripts

Benedikt Gröndal made several manuscripts with drawings of Icelandic natural phenomena. Here, three of his most prominent manuscripts are on display: Iceland's Fauna, Icelandic Birds and Icelandic Eggs with Eggs of Migrating Foreign Birds. They are preserved each in their relative institution and this will be the first time they are presented together. Iceland's Fauna from the National and University Library of Iceland is the largest manuscript of the three, a total of 107 arcs with drawings of Icelandic animals. Benedikt's bird manuscript which belongs to the Icelandic Institute of Natural History is a comprehensive overview of all birds that had been seen and registered in Iceland until 1900, a total of 100 numbered drawings. The National Museum's book of eggs is comprised of 20 illustrated pages with coloured images of eggs in their actual size.

Benedikt lines his subjects up beautifully on each page and several species often share a frame. The drawings are accompanied by descriptions that vary in detail, written in Benedikt's own calligraphy. He also wrote the title pages and prefaces of his books in calligraphy. Regarding his drawings Benedikt said: “But I never received any schooling and I never met anyone who knew how to draw. I found out for myself how to do it and when I came to Copenhagen and started to “learn” how to draw and paint with Bayer, he did it just like me so I learned nothing. One teaches oneself the skills already at ones disposition but the skills can be honed and perfected in copying beautiful models. One should never exercise anything but that which is already good and it doesn't take long to figure out what that is.”

Benedikt Gröndal became the first Icelander to finish a master's degree in Nordic Studies at the University of Copenhagen. He wrote schoolbooks in natural science, was a calligrapher, a drawer and a famous poet. Benedikt was a pioneer in collecting natural objects and one of the main instigators of the foundation of The Icelandic Natural History Society in 1889 and the society's first chairman.

 

Lbs 865 fol. National and University Library of Iceland

Þjms 9136, The National Museum of Iceland

NÍ CD32:1, The Icelandic Institute of Natural History, The Icelandic Museum of Natural History

Eftir Benedikt Gröndal liggja nokkur handrit og stakar teikningar sem hann gerði af íslenskum dýrum og jurtum. Þau eru varðveitt hvert í sinni stofnun sem koma að þessari sýningu og eru sýnd hér saman í fyrsta sinn. Dýraríki Íslands í Landsbókasafninu er stærsta handritið og inniheldur 107 arkir með teikningum af íslenskum dýrum. Handrit fuglabókar Benedikts, Íslenskir fuglar, á Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að geyma heildaryfirlit yfir alla fugla sem sést höfðu á Íslandi svo vitað væri fram til ársins 1900, alls 100 tölusettar teikningar. Eggjabókin í Þjóðminjasafninu, Íslensk fuglaegg ásamt eggjum aðkomufugla, telur 20 myndablöð með litmyndum af eggjum í náttúrulegri stærð.

Benedikt raðar myndefni sínu fallega upp á hverri síðu og oft eru nokkrar tegundir saman á mynd. Hverri teikningu fylgir misítarleg lýsing á viðkomandi fyrirbæri sem Benedikt skrautskrifaði sjálfur auk þess að skrautskrifa titilsíðu og formála að handritum sínum. Benedikt segir um teiknivinnu sína: „En ég hafði aldrei neina tilsögn, ég sá aldrei neinn mann sem kunni að teikna, ég fann sjálfur hvernig ég skyldi fara að, og þegar ég kom til Hafnar og fór að „læra“ að teikna og mála hjá Bayer þá fór hann að eins og ég, svo ég lærði ekkert. Maður kennir sér sjálfur það sem maður er náttúraður fyrir, en maður getur lagað smekkinn og fullkomnast í því að taka eftir fögrum fyrirmyndum, en maður á aldrei að halda sér til annars en þess sem er ágætt, og maður finnur fljótt hvað það er.“

Benedikt Gröndal var fyrstur Íslendinga til að ljúka meistaraprófi í norrænum fræðum við Kaupmannahafnarháskóla. Hann samdi kennslubækur í náttúrufræðum, var listaskrifari og teiknari og þjóðþekkt skáld. Benedikt var frumkvöðull í söfnun náttúrugripa og einn helsti hvatamaður að stofnun Hins íslenska náttúrufræðifélags árið 1889 og fyrsti formaður þess.

Lbs 865 fol. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn

Þjms 9136, Þjóðminjasafn Íslands

NÍ CD32:1, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruminjasafn Íslands